Hvítasunna 08, Bolalda, Sauðárkrókur.
Hjólahelgi aldarinnar: Við Góli byrjuðum í Sólbrekku á föstudeginum í grenjandi rigningu, þar sem ég var á seinustu æfingunni hjá Valda Pastrana. Góli var að prófa nýja 450 hjólið sitt í fyrsta skipti og átti í smá erfiðleikum með að temja það. Tók eitt stökk þar sem afturhjólið endaði fyrir framan framhjólið í loftinu. Laugardeginum var eitt í Bolöldu þar sem tamningar héldu áfram. Svo kipptum við Eyrúnu systur með okkur og brunuðum á Sauðárkrók þar sem við slógumst í hópinn með Eyrúnu frænku, Stefáni, Signýju, Teddu, Hauki, Anítu, Krissa, Steingrími og Sigþóru. Hjóluðum sunnudag og mánudag í þessari frábæru braut og gistum í bústöðunum í Varmahlíð. Á Króknum var fullt af fólki að hjóla og allir virtust hafa gagn og gaman að !
Read More