Motocross og hjólatorfæra á Akureyri
Við Góli skruppum með Snorra, Svölu, Jökli og Sól norður. Var haldið motocross á laugardegi verslunarmannahelgar á Akureyri og kepptum við Svala og Jökull. Dagurinn byrjaði í þokunni á okkur stelpunum og stóð Góli sig vel á myndavélinni. Ég stóð mig ekki alveg eins vel á hjólinu og datt í fyrsta hring og fór að grenja og heimtaði myndavélina mína aftur. Þá létti þokunni og var þetta alveg frábær dagur sem endaði svo í Leiningshólum. Jökull og Svala hjóluðu eins og herforingjar. Signý frænka vann keppnina í kvennaflokki, Karen í öðru og Aníta í þriðja. Ed Bradley vann í karlaflokki, Aron í öðru og Valdi í þriðja og Bryndís í 85cc kvenna, svo man ég ekki fleiri úrslit. Á sunnudeginum var svo torfærukeppni á torfæruhjólum og var algjör snilld að horfa á hana. Gaurinn á lengda hjólinu vann. Við héldum svo útí Fljót í Skagafirði, tjölduðum, grilluðum og kveiktum varðeld. Frábær ferð í alla staði.
Read More